Ásdís, Guðni Valur og Vigdís á Vetrarkastmóti Evrópu

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni, Guðni Valur Guðnason ÍR og Vigdís Jónsdóttir FH verða fulltrúar Íslands á 17. Vetrarkastmóti Evrópu, sem fram fer á Las Palmas á Kanaríeyjum um helgina. Ásdís keppir í spjótkasti kvenna, Guðni Valur Guðnason í kringlukasti 23 ára og yngri og Vigdís Jónsdóttir í sleggjukasti 23 ára og yngri. Ásdís og Vigdís eiga báðar Íslandsmet í sínum greinum í flokki kvenna en Vésteinn Hafsteinsson á Íslandsmetið í kringlukasti karla frá árinu 1989. Guðni Valur ríður á vaðið og keppir í kringlu í fyrramálið en Vigdís og Ásdís keppa á sunnudaginn.

Nánari upplýsingar um Vetrarkastmótið eru að finna hér