Ásdís einu sæti frá úrslitum

Undankeppni í spjótkasti kvenna fór fram á EM í frjálsum fyrr í dag. Keppt var í tveimur riðlum og voru keppendur alls 23. Ásdís Hjálmsdóttir var á meðal keppenda í fyrri riðli og til að vera örugg í inn í úrslit þurfti hún að kasta yfir 60,50 metra. Annars þurfi hún að bíða eftir seinni riðli til að sjá hvort hún yrði meðal tólf efstu keppenda. Íslandsmet Ásdísar er 63,43 metrar og á árinu hefur hún kastað lengst 60,34 metra. Ásdís kastaði 58,64 metra í fyrsta kasti, gerði ógilt í öðru kasti og þriðja kast hennar var 56,41 metri. Eftir að fyrri riðli lauk var hún í áttunda sæti. Það þýddi að í seinni riðli máttu ekki fleiri en fjórir keppendur kasta lengra en hún. Í seinni riðlinum köstuðu hins vegar fimm keppendur lengra en 58,64 metra Ásdís endaði í 13. sæti. Aðeins einu sæti frá úrslitum og hefur því lokið keppni á Evrópumeistaramótinu sem og aðrir íslenskir keppendur.