Arndís Ýr og Arnar Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi

Stjörnuhlaupið, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í 10 km hlaupi, fór fram sl. laugardag. Margir af sterkustu hlaupurum landsins voru mættir til leiks og samkeppnin því hörð.

Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson ÍR á tímanum 32:30 mín. Í öðru sæti var Þórólfur Ingi Þórsson ÍR á tímanum 33:36 mín sem jafnframt er nýtt Íslandsmet í flokki 41-44 ára karla. Fyrra metið var 33:40 mín og var það í eigu Sigurðar P. Sigmundssonar. Í þriðja sæti var Birkir Einar Gunnlaugsson á tímanum 36:43 mín.

Í kvennaflokki sigraði Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni á tímanum 37:45 mín. Í öðru sæti var Elín Edda Sigurðardóttir ÍR á tímanum 38:13 mín sem jafnframt er bæting hjá henni. Í þriðja sæti var Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á tímanum 40:43 mín.

Í 5km hlaupi sigraði Ingvar Hjartarson Fjölni í karlaflokki á tímanum 16:53 mín og í kvennaflokki sigraði Hulda Guðný Kjartansdóttir úr Hlaupahópi Stjörnunnar á tímanum 20:01 mín.

Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með glæsilegan árangur!