Arnar og Aníta Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi

Tími Arnars var 15:35 mín. Ingvar Hjartarsson Fjölni kom annar í mark í karlaflokki aðeins einni sekúndu á eftir Arnari og eftir hörkukeppni þeirra í milli. Sæmundur Ólafsson ÍR kom 3. í mark á 15:50, mín.
 
Aníta kom í mark á tímanum 17:10 mín. og varð í 10. sæti á heildarlistanum, sem sýnir styrkleika hennar. Önnur kvenna í mark var María Birkisdóttir ÍR á 18:33 mín. og 3. varð Jóhanna Skúladóttir Ólafs KR á tímanum 18:43.
 
ÍR bar sigur úr býtum í fimm manna sveitakeppni karla og kvenna í hlaupinu. Sigursveit karla skipuðu þeir Arnar Pétursson, Sæmundur Ólafsson, Ármann Eydal Magnússon, Þórólfur Ingi Þórsson og Vignir Már Lýðsson.
 
Sigursveit kvenna skipuðu þær Aníta Hinriksdóttir, María Birkisdóttir, Andrea Kolbeinsdóttir, Gígja Gunnlaugsdóttir og Eva Skarpaas Einarsdóttir.
 
Heildarúrslit hlaupsins má sjá hér.
 
Myndina tók Jóhann Kristjánsson við Tollstöðvarhúsið í Tryggvagötu í upphafi hlaupsins.
 
 

FRÍ Author