Arnar Pétursson bar sigur úr býtum í Dublin

Arnar Pétursson ÍR, bar um helgina sigur úr býtum í sterku 5 km götuhlaupi í Aware í Dublin. Arnar kom í mark á sínum besta tíma frá upphafi 15:18 mínútum sem er bæting um 2 sek síðan í sumar sem segir mikið um gott form Arnars, en þessi árstími núna er að jafnaði nokkuð þungur æfingalega séð. Þessi tími er jafnframt annar besti tími Íslendings frá upphafi í þessari vegalengd en aðeins Kári Steinn Karlsson ÍR (þá Breiðabilki) hefur hlaupið hraðar, 14:47 mín í Víðavangshlaupi ÍR í apríl 2012. Tími Arnars, væri hann hlaupinn á braut, gæfi 757 IAAF stig sem er sambærilegt og 32:29 mín í 10000m á braut en Arnar á best 15:27,91 mín í 5000km á braut. Semsagt flottur árangur hjá Arnari og glæsilegt að sigra en 545 karlar luku hlaupinu. Ívar Jósafatsson keppti einnig í þessu sama hlaupi, hafnaði í 2. sæti á tímanum 17:22 mín sem er nýtt Íslandsmet í flokki 55-59 ára. Þeir félagar eru góðir fulltrúar Íslands á erlendri grundu og óskum við þeim til hamingju.

Úrslit hlaupsins má sjá hér.