Arnar og Sigþóra Íslandsmeistarar í 10km

Meistaramót Íslands í 10km götuhlaupi fór fram á Akureyri í gær samhliða Akureyrahlaupinu.

Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 31:53 mínútum. Í öðru sæti var Egill Örn Gunnarsson á tímanum 40:16  mínútum og þriðji var Stefán Ármann Hjaltason einnig á 40:16 mínútum.

Í kvennaflokki var það Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir sem sigraði á tímanum 36:59 mínútum. Hulda Elma Eysteinsdóttir var í öðru sæti á tímanum 43:23 mínútum og Linda Heiðarsdóttir á tímanum 43:30 mínútum

Heildarúrslit hlaupsins má sjá hér.