Arnar og María Íslandsmeistarar í 5 km

Víðavangshlaup ÍR fór fram í 104. skipti í dag og er það einnig talið sem Meistaramót Íslands í fimm kílómetra hlaupi.

Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson, ÍR, þriðja árið í röð á tímanum 15:52 mínútum. Í öðru sæti varð Þórólfur Ingi Þórsson, sem sigraði í flokki 40-49 ára, á 16:16 mínútum og í þriðja sæti varð Vignir Már Lýðsson á 16:31 mínútu. Þórólfur og Vignir keppa fyrir ÍR.

Freyr Ólafsson, formaður FRÍ ásamt efstu þremur í karlaflokki

Í kvennaflokki sigraði María Birkisdóttir úr FH á sléttum 18 mínútum. Önnur varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni á 18:07 mínútum og í þriðja sæti varð Fríða Rún Þórðardóttir á 19:07 mínútum. Fríða sigraði jafnframt í flokki 40-49 ára.

Freyr Ólafsson, formaður FRÍ ásamt efstu þremur í kvennaflokki

Hér má sjá öll úrslit mótsins.