Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar í maraþoni

Íslandsmótið í maraþoni fór fram á laugardaginn samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í karlaflokki varð Arnar Pétursson Íslandsmeistari fjórða árið í röð tímanum 2:23:07 sem er hans besti tími. Í öðru sæti varð Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 2:45:38 og í því þriðja varð Kristján Svanur Eymundsson á 2:49:48

Í kvennaflokki sigraði Hólmfríður J. Aðalsteinsdóttir á 3:04:38. Í öðru sæti varð Melkorka Árný Kvaran á tímanum 3:23:14 og í því þriðja varð Andrea Hauksdóttir á 3:25:40.

Öll úrslit úr hlaupinu má finna hér.