Arnar og Anna Íslandsmeistarar í maraþoni 2018

Íslandsmótið í maraþoni fór fram í dag samhliða Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson, ÍR, á tímanum 2:26:43 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð á íslenskri grundu. Í öðru sæti varð Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 2:47:00 og í því þriðja varð Hlynur Guðmundsson á 2:57:32

Í kvennaflokki sigraði Anna Berglind Pálmadóttir á tímanum 3:11:14. Í öðru sæti varð Hólmfríður J Aðalsteinsdóttir á tímanum 3:12:46 og í því þriðja varð Sigrún Sigurðardóttir á 3:18:51.

Öll úrslit úr hlaupinu má finna hér