Arnar og Andrea Íslandsmeistarar í 5km

Í gær fór fram Víðvangshlaup ÍR ásamt Meistaramóti Íslands í 5 km hlaupi. Það var Arnar Pétursson úr Breiðabliki og Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sem sigruðu hlaupið. Arnar hljóp vegalengdina á á 15,23 mín­út­um en hon­um var þó vísuð röng leið að mark­inu. Hann var þó 27 sekúndum á undan næsta manni, en það var Þórólfur Ingi Þórsson sem var í öðru sæti á tímanum 15,50 mín­út­um sem er aldursflokkamet í 40-44 ára flokki. Það var svo Selfyssingurinn Kristinn Þór Kristinsson sem var í því þriðja á tímanum 15,56 mínútum.

Andrea hljóp á 17,16 mín­út­um. Sigþóra Brynja Kristjáns­dótt­ir úr UFA varð önn­ur á 18,04 mín­út­um og Anna Berg­lind Pálma­dótt­ir úr UFA var í því þriðja á 18,23 mín­út­um sem er jöfnun á aldursflokkameti 40-44 ára.