Arna Stefanía með brons á NM í fjölþrautum og persónulegar bætingar

Heildarstigafjöldinn hjá Örnu Stefaníu varð því 5337 stig sem er bæting á hennar besta árangri í sjöþraut um 309 stig og rúmlega 400 stiga bæting frá sama móti í fyrra.   Hún hafnaði að lokum í þriðja sæti en sigurvegarinn Sofia Linde frá Svíþjóð hlaut 5472 stig og sú sem hlaut silfurverðlaun vara aðeins 5 stigum á eftir.  Til marks um styrkleika keppninnar  í þessum flokki núna þá hefði árangur Örnu Stefaníu nægt til yfirburðarsigurs í fyrra en þriðja sætis nú.  Arna Stefanía hjá nærri Íslandsmeti Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur í flokki 16-17 ára stúlkan en það er 5520 stig.

 

Sveinbjörg Zophaníasdóttir USÚ lauk keppni í dag í flokki 18-19 ára stúlkna með 4963 stig sem hennar þriðji besti árangur í sjöþraut.  Sveinbjörg stökk 5,79mí langstökk, kastaði spjótinu 37,36m og hljóp 800m á 2:30,68mínútum.  Sveinbjörg hafnaði í sjötta sæti.  María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni hafnaði í 7. Sæti í sama flokki á nýju persónulegu meti 4834 stigum.  María stökk 5,39m í langstökki, kastaði spjótinu 37,33m og hljóp 800m á 2:23, 67 mín.  Árangur Maríu Rúnar í spjótkasti og 800m eru persónuleg met.  Sigurinn í þessum flokki vann Frida Thoras frá Noregi með 5244 stig.

 

Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðabliki sem lengi vel var í baráttu um verðlaunasæti hljóp 110m grindahlaupið á 16,88sek, kastaði kringlunni 41,10m og stökk 4,15m í stangarstökki.  Þegar komið var að spjótkastinu lá fyrir verðlaunamöguleikar Inga Rúnars voru runnir honum úr greipum og því tók hann ekki neina áhættu með sáran hægri kasthandlegg og kastaði því spjótinu með vinstri handlegg.  Ingi Rúnar lauk þrautinni á ágætu 1500m hlaupi á 4:40,85mín og hlaup samtals 6257 stig og náði 6. Sæti.  Sigur vann Martin Roe frá Noregi með 7386 stig.

 

Að lokum varð Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðabliki áttundi í tugþraut 17 ára drengja á yngri með 5936 stig.  Sindri hljóp 100m á 12,09, stökk 6,18m í langstökki sem hvorutveggja eru persónuleg met, varpaði kúlunni 11,85m, stökk 1,79m í hástökki og hljóp 1000m á 3:32,55 mín.

 

Heildarúrslit mótsins má finna á:  http://www.njcce2011.org/Results.html

FRÍ Author