Arna Stefanía nálgast HM lágmarkið

Arna Stefanía  Guðmundsdóttir FH keppti í 400 m grindahlaupi á Copenhagen Games í dag og sigraði hún í hlaupinu á tímanum 56,59 sek. Þetta mjög góð byrjun á keppnistímabilinu hjá henni og á hún mjög raunhæfan möguleika að ná lágmarki á HM í frjálsíþróttum sem fram fer í London í sumar. Lágmarkið er 56,10 sek og á hún best 56,08 sek frá því í fyrra. Fyrir mótið átti hún 5. bestan árangur keppenda og þriðja lakasta á þessu ári.

Hér má sjá úrslitin úr hlaupinu.