Arna Stefanía komin sannfærandi í úrslit á EM 20-22 ára

Arna Stefanía úr FH var rétt í þessu að tryggja sig í úrslit á EM 20-22 ára í 400m grindarhlaupi í Bydgoszcz í Póllandi. Arna Stefanía kom önnur í mark í fyrri riðli undanúrslitanna á tímanum 57,02 sek og flaug inní úrslitin sem fram fara á morgun sunnudag klukkan 13.47 að íslenskum tíma. Hún kemur inní úrslitin með fjórða besta tímann en það er lítill munur á bestu keppendunum. Það fór þrjár efstu í hvorum riðli áfram og svo 2 bestu tímarnir og þvi 8 í úrslitum á morgun.

Frábært hjá Örnu Stefaníu sem mun berjast um verðlaun á þessu gríðarlega sterka móti!

Magnaður árangur íslensku keppendana er staðreynd og fimm keppendur í úrslitum mótsins sem er ótrúlegt.

Áfram Ísland og áfram Arna Stefanía!