Ármannshlaupið og MÍ í 10 km götuhlaupi 10. júlí nk

Munur á hæsta og lægsta punkti á brautinni er aðeins 6,7 metrarHlaupið verður meðfram Sæbrautinni niður að Hörpu, snúið þar við og hlaupið sömu leið til baka. Marksvæðið verður aðeins breytt og lagfært frá fyrra ári. Þátttökugjald er 1.800 krónur í forskráningu.
 
Forskráning lokar kl. 17:00 þann 9. júlí. Skráning á hlaupadag 10. júlí verður á marksvæði frá kl. 17:00 og kostar hún 2.500 krónur. Skráningu á hlaupadegi lýkur kl. 19:30. Á síðasta ári tóku yfir 400 hlauparar þátt í Ármannshlaupinu.
 
Nánari upplýsingar s.s. um skráningu er að finna á http://marathon.is/hlaupin/armannshlaupid

FRÍ Author