MÍ í 10 km hlaupi

Mynd eftir Ingeborg Eide

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í 10 km hlaupi

Ármannshlaupið fer fram þriðjudaginn 2. júlí í Reykjavík og er jafnframt Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi. Hlaupið hefst kl. 20:00 og notast er við flögutímatöku. Hlaupið hefst við Kolaportið og liggur leiðin svo til hægri um Miðbakka og Austurbakka, gegnum Hörputorg og þaðan að vitanum við Viðeyjarferjuna. Sömu leið er farið til baka. Hlaupið verður vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Keppt er um sæmdartitilinn Íslandsmeistari í götuhlaupum auk þess er verðlaunað fyrir fyrstu þrjú sætin. Jafnframt er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum aldursflokkum. Athygli er vakin á að einungis íslenskir ríkisborgarar sem eru skráðir í aðildarfélag innan FRÍ geta orðið Íslandsmeistarar og/eða Íslandsmeistarar í aldursflokki. Þátttakendur sem stefna á sigur eru hvattir til þess að huga að því að vera skráðir í aðildarfélag og að klæðast aðildabúning á keppnisdag. Ef íslandsmet er sett þá er gerð krafa um lyfjapróf.

Upplýsingar um bestu tíma í aldursflokkum er að finna á topplista afrekaskrár FRÍ. 

  • Forskráningu lýkur föstudaginn 28. júní að miðnætti og er skráningargjald 3.500 kr. en 4.500 kr. eftir að forskráningu lýkur
  • Afhending gagna fer fram í Kolaportinu mánudaginn 1. júlí milli kl. 16:00-18:00 og á hlaupadegi frá kl. 16 og fram að hlaupi.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér og frekari upplýsingar eru að finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

MÍ í 10 km hlaupi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit