Ármannshlaupið 2019

Ármannshlaupið var haldið 03. júlí 2019 og tóku 413 manns þátt í hlaupinu.

Veðrið lék við keppendur á meðan þeir hlupu 10 Km leið frá vatnagörðum meðfram Sæbrautinni í átt að Hörpu. Lykkja var tekin á báðum leiðum við Listasafn Ólafssonar.

Arnar Pétursson var í fyrsta sæti í hlaupinu og hljóp á 32 mínútum og 41 sekúndu. Í öðru sæti kom Þórólfur Ingi Þórsson sem gaf ekkert eftir og kom sekúndu seinna í mark. Þórólfur bætti eigið aldursflokkamet í flokki 40-44 ára í hlaupinu. Í þriðja sæti var Maxime Þór Svansson og hljóp á 33 mínútum og 20 sekúndum. 

Arndís Ýr Hafþórsdóttir sigraði í flokki kvenna á tímanum 37 mínútur og 30 sekúndur. Fríða Rún kom stuttu á eftir og lenti í öðru sæti með tímann 39 mínútur og 9 sekúndur. Hulda Guðný Kjartansdóttir var í þriðja sæti og hljóp á 40 mínútum og 51 sekúndu.

Verðlaunagripir voru veittir fyrir fyrstu 3 sæti karla og kvenna en einnig voru veitt verðlaun í hverjum aldursflokki karla og kvenna. Allir þáttakendur fengu þáttökupening og voru nokkrir heppnir keppendur sem fengu útdráttarverðlaun.

Hægt er að skoða úrslit hlaupsins hér.