Ari Bragi og Jón Arnar eiga nú gullskó Vilmundar

Á RIG nú í vetur fór fram nokkuð merkileg afhending, Ari Bragi Kárason fékk þá afhentan gullskó íslenskra spretthlaupara. Það var viðurkenning á því að hann ætti nú annað af tveimur helstu spretthlaupsmetum Íslands, Íslandsmet í 100m hlaupi. Nú er að sjá hvort Ari Bragi nær að fullkomna parið í sumar með því að slá met Jóns Arnars Magnússonar í 200m hlaupi?

Mynd að ofan: Vilmundur Vilhjálmsson afhendir Ara Braga Kárasyni gullskóinn

Vilmundur Vilhjálmsson var besti spretthlaupari Íslands fyrir 40 árum og setti Íslandsmet í 100 og 200 m hlaupum en þess má geta að hann hjóp einnig 400 m á 47,1 sek. Vilmundur stundaði nám í Loughborough á áttunda áratugnum og var einn besti spretthlaupari á Bretlandseyjum á þeim tíma. Þar æfðu millilengdahlaupararnir með spretthlaupurunum í styrktaæfingum og brekkusprettum og meðal æfingafélganna var Sebastian Coe, núverandi forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, sem var Ólympíumeistari og Heimsmethafi í millilengdahlaupum. Vilmundur  keppti með landsliðinu í fjölda ára og keppti á Evrópumeitaramótinu í Prag 1978.

Þegar Jón Arnar Magnússon sló met Vilmundar í 200 m hlaupi gaf Vilmundur honum gullskó, gyllti gömlu gaddaskóna og gaf Jóni annan skóinn. Hinn hefur hann geymt þar til nýtt met yrði sett í 100 m hlaupi. Það var síðan á RIG sem Vilmundur hitti Ara Braga, núverandi Íslandsmethafa og færði honum gullskóinn hinn síðari.