Ari Bragi og Arna Stefanía heimsóttu Íþróttafélagið Garp

Frjálsíþróttastjörnurnar Ari Bragi Kárason og Arna Stefanía Guðmundsdóttir ferðuðust í gær til Laugalands, Rangárþings Ytra, og heimsóttu iðkendur hjá Íþróttafélagi Garps á æfingu.

Ari Bragi og Arna Stefanía stjórnuðu æfingunni með krökkunum og vakti heimsókn þeirra mikla lukku.

Um 50 börn iðka íþóttir á vegum íþróttafélagsins í hverri viku. Boðið er upp á frjálsar íþróttir, körfubolta, almennar æfingar og fótbolta í samstarfi við KFR. Stefna Garps er að kynna börn fyrir sem flestum íþóttagreinum og að öll börn dreifbýlisins hafi aðgang að hreyfingu. Árið 2017 fagnar félagið 25 ára afmæli.

Hægt er að sjá brot úr heimsókn Ara Braga og Örnu Stefaníu á Snap-chatti Frjálsíþróttasambands Íslands, fri-snap.