Árangur ungra og bráðefnilegra íþróttamanna vakti sértaka athygli á MÍ um helgina.

Þórdís Eva kom í mark á tímanum 2:19,52 mín og öllum ljóst að þar var bráðefnilegur ungur íþróttamaður á ferð sem gaman verður einnig að fylgjast með á hlaupabrautinni í framtíðinni. Þórdís Eva setti Íslandsmet í 800m í flokki 13 ára og yngri í júní á þessu ári 2:16,58 mínútu. Og er einn yngsti keppandi til að vinna til gullverðlauna á Meistaramóti Íslands frá upphafi. Yngsti keppandi til að vinna til gullverðlauna á MÍ er Thelma Björnsdóttir úr UBK, en hún var aðeins 12 ára og 4 mánaða þegar hún varð Íslandsmeistari í 1.500 metra hlaupi árið 1976.

Fjallað verður frekar um okkar glæsilega ungmennahóp í frjálsíþróttum á komandi vikum enda Unglingalandsmót UMFÍ um næstu helgi og MÍ 15-22 í Kópavogi þann 10. águst.

FRÍ Author