Árangur íslendinga í Gautaborg föstudaginn 2.júlí

Í Gautaborg eru staddir yfir 100 íslendingar í sambandi við Gautaborgarleikana í frjálsum íþróttum. Keppendur frá mörgum hinum ýmsu félögum, ÍR, Ármanni, Fjölni, Breiðablik, FH, HSK, ÚÍA, UMSS, UMSE, Aftureldingu og UFA.
Keppendafjöldi á þessu móti er yfir 7500 manns. Mjög skemmtilegt mót og keppendur víða að. Flestir keppendurnir eru frá Svíþjóð en einnig eru keppendur frá Noregi, Finnlandi, Danmörku, Skotlandi, Qatar og fleiri löndum. Keppt er frá 12 ára aldri og uppí fullorðinsflokk.
Margir að keppa í fyrsta sinn á stórmóti og því mikil spenna í gangi. Árangur dagsins var mjög góður og mjög margir að bæta sig helling. Við áttum marga Íslendinga á verðlaunapalli.
 
  • Valdimar Friðrik Jónatansson frá Breiðablik vann hástökk 13 ára stráka með stökk uppá 1.64m.
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR varð önnur í 800m 15 ára stelpna með tímann 2:15,57mín.
  • Dagbjartur Daði Jónsson ÍR varð þriðji í spjótkasti 13 ára stráka með kast uppá 44.10m. Hann bætti sinn persónulegan árangur yfir 7 metra.
  • Helga Margrét Þorsteinsdóttir í Ármanni varð önnur í spjóti 19 ára stelpna með kast uppá 46,79m. Þess má geta að sá árangur hefði nægt til að sigra spjót kvenna á þessu sama móti. Hún varð einnig 4 í hástökki kvenna með 1,70m.
  • Stefán Guðmundsson Breiðablik. Varð annar í 3000m hindrun á tímanum 9:21,24.
 
Árangur allra á mótinu frá deginum í dag má sjá á síðunni
 
 
Veðrið búið að vera frábært og von á ennþá betra veðri á morgun. Gaman verður að sjá alla halda áfram að keppa og von á spennandi keppnisdegi á morgun.

FRÍ Author