Um helgina fór fram Meistaramót Íslands 30 ára og eldri á Sauðárkróksvelli. Veitt voru verðlaun fyrir besta árangurinn samkvæmt WMA prósentu og var það Anna Sofia Rappich (UFA) og Ágúst Bergur Kárason (UFA) sem voru með hæstu prósentuna í kvenna- og karlaflokki. Anna Sofia hljóp 100 metra hlaup í flokki 55-59 ára á tímanum 15,20 sem eru 86,58 prósent. Ágúst Bergur hljóp 200m í flokki 45-49 ára á 25,84 sek. sem eru 86,11 prósent.
Aldursflokkamet
75-79 ára – Vöggur Clausen Magnússson (ÍR) 400m (87,09 sek) 800m (3:54,16) 1500m (7:34,44) 3000m (16:01,21).
55-59 ára – Anna Sofia Rappich (UFA) Langstökk (4,20m)
55-59 ára – Sigríður S. Þorleifsdóttir (USAH) Hástökk (1,10m)
50-54 ára – Sigurbjörg Jóhannesdóttir (USAH) Lóðskast 7,26 kg (8,99m)
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
Myndir frá mótinu má finna hér.