Aníta stigahæst á Áramóti Fjölnis

 Að venju féllu mörg aldursflokkamet á mótinu en helst úrslit voru þessi. Einar Daði Lárusson ÍR sigraði í stangarstökki karla á persónulegu meti 4,80 m auk þess að sigra 60 m hlaup á tímanum 7,21 s. María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni sigraði einnig tvöfalt í 60 m á tímanum 7,94 s og 200 m á tímanum 25,73 s. Þá sigraði Hermann Þór Haraldsson FH tvöfalt þegar hann vippaði sér yfir 1,93 m í hástökki og stökk 6,25 m í langstökki. Ingvar Hjartarson Fjölni sigraði 5000 m hlaupið á tímanum 15:16,04 mín með nýju aldursflokkameti í flokki 18-19 ára pilta og í sama hlaupi setti Viktor Orri Pétursson Ármanni nýtt aldurflokkamet í flokki 15 ára pilta á tímanum 17:09,01 mín. Þórdís Eva Steinsdóttir FH setti nýtt aldursflokkamet í 800 m hlaupi í flokki 12 ára stúlkna með sigri á tímanum 2:22,62 mín. Styrmir Dan Steinunnarson Umf. Þór sett aldursflokkamet í hástökki í flokki 13 ára pilta með stökki upp á 1,75 m. Þá setti Reynir Zoëga Breiðablik aldurflokkamet í 400 m hlaupi einnig í flokki 13 ára pilta á tímanum  57,88 s.
 

Að lokum er vert að geta þess að piltasveit Breiðabliks 15 ára og yngri setti nýtt met í 4 x 200 m boðhlaupi á tímanum 1:41,14 mín en sveitina skipuðu þeir Ari Sigþór Eiríksson, Valdimar Friðrik Jónsson, Ólafur Werner Ólalfsson og Tristan Freyr Jónsson. Af árangri mótsins er ljóst að mikil gróska er í unglingastarfi í frjálsum íþróttum og því framtíðin björt.

FRÍ Author