Aníta og Ásdís komnar áfram í úrslit á EM í Amsterdam

Ásdís Hjálmsdóttir komst áfram í úrslit í spjótkastinu en hún kastaði 58,83 m og varð í 10 sæti. Hún gerði eitt kast ógilt en fyrsta kastið var 56,69 m. Sportakova kastaði lengst 63,73 m. Úrslitin í spjótkastinu fara fram á laugardag en þá keppa 12 stúlkurbtil úrslita.
 
Hafdís Sigurðardóttir keppti í langstökki á miðvikudag, hún varð í 15. sæti með 6.35 m sem er hennar ársbesta en hún á best 6.54 m. 12 keppendur komust áfram í úrslit og var Hafdís því aðeins 3 sætum og 11 cm frá því takmarki, en hennar besti árangur hefði tryggt henni sæti í úrslitum EM.
 
Guðni Valur Guðnason varð 11. í sínum kasthópi í kringlukasti í gær, kastaði 61,20 m en hefði þurft 64 metra til að vera öruggur í úrslit. Eitt af fyrstu stórmótum Guðna sem er ungur og á framtíðina fyrir sér. 
 

FRÍ Author