Aníta komin í úrslit á Heimsmeistaramóti 19 ára og yngri

Undanriðlarnir voru þrír talsins og hljóp Aníta í fyrsta riðli ásamt sterkasta keppinaut sínum, Anastasiyu Tkachuk frá Úkraínu sem kom fyrst í mark á 2:02,50s.  Besta tímann í undanrásum átti Jessica Judd frá Bretlandi en hún hljóp á tímanum 2:02,30s
 
Í 800 m hlaupi kvenna hófu 44 stúlkur keppni í gær og Aníta ein af þeim átta sem komast alla leið í úrslit. Úrslitahlaupið fer fram á morgun kl 19:15 
 
Sindri Lárusson einnig úr ÍR keppti í kúluvarpi (6kg) og kastaði hann lengst 16,82m.  Sindri á best 18,12m.

FRÍ Author