Aníta keppir í dag á Ólympíuleikunum í RÍÓ

Alls verða ræstir 8 riðlar í 800m hlaupi kvenna og er Aníta í 4. riðli. Aðeins 2 fyrstu úr hverjum riðli og 8 bestu tímar komast áfram í undanúrslit sem hlaupin eru á fimmtudag en þá fækkar konunum niður í 8. Í riðli með Anítu eru 4 sem eiga betri tíma í ár en eins og við höfum séð getur allt gerst í íþróttunum, ekki síst á Ólympíuleikum, og Aníta er mjög sterk og án efa tilbúin að sýna sitt allra besta. Áfram Aníta!
  

FRÍ Author