Aníta hleypur í dag til úrslita á HM

Evrópumetið er 1:59,65 mín. sem austur-þýska stúlkan Marion Hübner setti árið 1979 sem verður að fara að teljast innan seilingar.
 
Hennar skæðustu keppinautar verða væntanlega Georgian Wassall frá Ástralíu sem á ársbest 2:03,37 mín., Raevyn Rogers frá Bandaríkjunum sem á best 2:05,33 og Durei Edao frá Kenýju sem á best 2:05,20 mín.
 
Eins og við vitum getur allt gerst þegar á hólminn er komið, rétt eins og við Íslendingar fengum að sjá á föstudaginn, því er enginn sigur bókaður fyrirfram.
 

FRÍ Author