Aníta hleypur 800 m á DN Galan í kvöld

Athygli erlendra fjölmiðla verður á sænsku stúlkunni Aregawi sem hljóp á 1:59,20 mín., fyrr í sumar sem er sænskt met. Hún varð heimsmeistari í 1500 m í Moskvu fyrr í mánuðinum, en leggur til athlögu við 800 m að þessu sinni. Aðal keppinautar Aregawi í 800 m hlaupinu í kvöld verða trúlega Eunice Sum nýkrýndur heimsmeistari í greininni og Brenda Martinez frá Bandaríkjunum. Sú síðarnefnda er þekkt eins og Aníta fyrir að hlaupa hratt af stað á eigin forsendum. Þetta verður því örugglega góð skemmtun að fylgjast með og spennandi hlaup i kvöld.
 
Nánari upplýsingar um keppendur og mótið er hægt að sjá hér.
 
Norska sjónvarpið NRK2 og BBC 3 verða með beina útsendingu frá mótinu í sjónvarpinu.

FRÍ Author