Aníta hafnaði í 11.sæti á EM

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR hljóp í undanúrslitum 800 m hlaupsins á Evrópumeistaramótinu i dag.  Hljóp Aníta vegalengdina á 2:04,72 s sem er nákvæmlega sami tími og hún hljóp á í gær.  Aníta hafnaði í 11.sæti en topp 6 stúlkurnar sem kepptu í undanúrslitunum keppa í úrslitum á morgun.  Besta tímann átti breska stúlkan Jennifer Meadows, 2:01,02 s.  Úrslitahlaupið fer fram á morgun kl 10:45 að íslenskum tíma.

FRÍ Author