Aníta frjálsíþróttakona ársins og Guðmundur frjálsíþróttakarl

Guðmundur Sverrisson:
 
Kastaði 80,66 m í spjótkasti á Meistaramóti Íslands og bætti sig um 6,57 m og var hann einungis 44 cm frá lágmarki á HM.  Guðmundur varð Smáþjóðaleikameistari í spjótkasti á árinu og annar í keppni sinni í Evrópubikarkeppni landsliða.  Guðmundur var ósigrandi á mótum í sumar hérlendis.  Guðmundur er í 46. Sæti á heimslista fyrir árið 2013
 
Aníta Hinriksdóttir:

Hún bætti íslandsmet kvenna í 800m í tvígang í sumar.  Fyrst í Evrópubikarkeppni landsliða í Banska Bystrica þar sem hún sigraði og kom í mark á tímanum 2:01,17 s og svo á DLV junioren Gala, þann 30. júní, þar sem hún hljóp á tímanum 2;00,49 s. 

Hún varð heimsmeistari 17 ára og yngri í 800m á tímanum 2:01,13 s. 

Hún varð evrópumeistari 19 ára og yngri í 800m á tímanum 2;01,14 s. 

Hún varð norðurlandameistari 19 ára og yngri í 800m á tímanum 2;03,94 s. 

Hún varð norðurlandameistari 19 ára og yngri í 1500m á tímanum 4;16,51 s. 

Hún var valin vonarstjarna Evrópu af Frjálsíþróttasambandi Evrópu núna fyrr í haust. 

 

Á árinu bætti Aníta einnig aldursflokkamet í 400m hlaupi 16-17 ára í Luxembourg í sumar þegar hún kom í mark á tímanum 54,29 s. Það met hafði staðið í 12 ár, 10 mánuði og 22 daga.  Bætti hún einnig aldursflokkamet í 1500m hlaupi 16-17 ára á tímanum 4;16,51mín í Bystrica í Slóveníu.

Hún á 5 bestu tímana sem íslensk kona hefur hlaupið í 800m. Á undan henni átti Ragnheiður Ólafsdóttir úr FH íslandsmetið og það stóð í 28 ár, 10 mánuði og 22 daga. Aníta bætti íslandsmetið 5x frá 24.06.12 til 30.06.13. Eitt skiptið leið aðeins 1 dagur á milli nýrra íslandsmeta hjá henni. 

Hún á nú 8.besta árangur í sínum aldursflokki í greininni og er hún í 44.sæti á heimslista fullorðinna í ár. 

 

FRÍ Author