Aníta fjórða á Millrose Games

 Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, hafði eftirfarandi að segja að loknu hlaupi:
 
"Aníta getur borið höfuðið hátt eftir hlaupið, lagði allt í þetta og hljóp á sínum næst besta tíma. Hún er að læra að glíma við eldri og reyndari hlaupari og er á réttri leið. Ég ber þetta aðeins saman við hlaupin í Gautaborg innanhúss í fyrra þar sem hún var í fyrsta sinn að keppa við eldri hlaupar af þessari getur. Þá var hún að hlaupa 2 sekúndum hægar en í dag. Hún er því að gera virkilega vel . Anítu líður best fremst og með góðri keyrslu fyrstu 400. Í dag tók eins stúlkan að sér að halda uppi hraða fyrstu 400 á 59 – hún var ekki einu sinni í forystu eftir 61 sekúndna 400. Aníta eyddi svo of miklum kröftum í hraðabreytingar eftir þetta þannig að hún var ekki í nógu góðri vinnslu síðustu 150. Þessi reynsla kemur ekki nema með því að keppa við þær bestu og því var þetta hlaup mjög mikilvægt innlegg í því tilliti. Aníta var ekkert ánægð eftir hlaupið er sér þegar frá líður að hún var að gera vel. Það var gaman að vera í þessu umhverfi, Aníta og Mary Cain hittust í fyrsta sinn persónulega og við erum búin að hitta mikið af góðu fólki."
 
Hér má sjá upptöku sem Stefán Þór Stefánsson tók af hlaupinu.
 
Myndina með fréttinni tók Stefán Þór Stefánsson.

FRÍ Author