Aníta bætti metið í 1500 m og Kolbeinn Höður í 400 m

Árangur Anítu er ekki síst góður fyrir þær sakir að hún hljóp samkeppnislaust allt hlaupið. Aníta hefur veirð í mikilli framför undanfarið og bætti Íslandsmetið í 800 m hlaupi á RIG um síðustu helgi, auk þess sem hún hefur veirð að bæta sig í öðrum greinum. Stórgóður árangur náðist í mörgum greinum og mikið um persónulegar bætingar og því sýnilegt að íslenskt frjálsíþróttafólk er í góðu formi og reiðubúið að takast á við lágmörk á EM og önnur mót.
 
Á fyrri degi Stórmótsins í gær, setti Hilmar Örn Jónsson ÍR nýtt aldursflokkamet í kúluvarpi pilta 16-18 ára flokki (5 kg) er hann kastaði 18,17 m. Þessi árangur er jafnframt betri en lágmarksárangur á HM unglinga í sumar í Donetsk í Úkraníu í sumar. 
 
Mikil keppi var í öðrum greinum, t.d. í 200 m hlaupi bæði í karla- og kvennaflokki þar sem þau Ívar Kristinn Jasonarson ÍR og Hafdís Sigurðardóttir UFA höfðu betur gegn Kolbeini Heði Gunnarssyni UFA og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttur ÍR. Í langstökki var mikil keppni og árangur góður. Hafdís Sigurðardóttir náði besta árangri ársins í langstökki 6,04 m þegar hún bar sigurorð af Sveinbjörgu Zophoníasdóttur FH og Maríu Rún Gunnlaugsdóttur Ármanni.
 
Um 70 keppendur frá Færeyjum tóku þátt í mótinu og stóðu sig alveg einstaklega vel. Að sögn Heri Ziska fararstjóra hópsins munu yfir 30 færeysk met hafa verið sett á mótinu um helgina.
 
Öll úrslit á einu alfjölmennasta innanhússfrjálsíþróttamóti ársins er hægt að sjá r.

FRÍ Author