Aníta sigraði á þessu móti í fyrra á tímanum 2:00,54 mínútum og var þá aðeins 5/100 úr sekúndu frá þáverandi þriggja ára gömlu Íslandsmeti sínu. Íslandsmet hennar er nú 2:00,14 mínútur.
Aníta hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á HM í London sem fram fer í ágúst.