Aníta þriðja í Tübingen

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í dag í 800m hlaupi á alþjóðlegu móti í Tübingen Þýskalandi. Mótið ber nafnið Soundtrack Meeting og upplifun áhorfenda í miklum hávegum höfð.

Aníta náði góðu þriðja sæti á besta tíma sínum í ár og kom í mark á 2:01,05 mín.

Sigurvegari varð Christina Hering frá Þýskalandi á 2:00,48 mín og Tracey Adelle Bretlandi á 2:00,91 mín.

Nú tekur við smáhvíld og svo seinni æfingalota Anítu áður en farið verður í lokaundirbúning fyrir Evrópumeistaramótið í Berlín í byrjun ágúst.