Aníta örugg í úrslit í 800 m á EM U23

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppti í undanúrslitum í 800 m hlaupi á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í dag. Hún hljóp í 2. riðli og sigraði riðilinn örugglega á tímanum 2:03,58 mín. Er Aníta því örugg í úrslit en tvær fyrstu úr hverjum riðli komast áfram í úrslitin auk þess sem tveir bestu tímarnir þar á eftir tryggja sæti í úrslitum. Frábærlega gert hjá Anítu og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með henni í úslitahlaupinu sem fer fram á laugardaginn kl. 17:18 á íslenskum tíma.