Aníta og Hlynur á EM í Belgrad

EM í frjálsíþróttum innanhúss fer að þessu sinni fram í Belgrad í Serbíu dagana 3.-5. mars 2017.
Keppendur Íslands verða tveir, þau Aníta Hinriksdóttir ÍR sem keppir í 800m hlaupi og Hlynur Andrésson ÍR sem keppir í 3000m hlaupi. Aníta hleypur að morgni föstudagsins 3. mars og keppni í 3000m hlaupi fer fram um kvöldið, sjá frekari dagskrá hér 
RÚV mun sýna beint frá keppninni í sjónvarpi.
Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu mótsins, http://www.belgrade2017.org

Aníta Hinriksdóttir
Hlynur Andrésson