Aníta og Hilmar Örn frjálsíþróttafólk ársins

Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands fór fram föstudaginn 1. desember sl.

Þar komu frjálsíþróttaiðkendur, þjálfarar, stjórnarfólk, aðstandendur og frjálsíþróttaunnendur saman og fögnuðu góðum árangri á árinu sem er að líða. Á hátíðinni voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir frammúrskarandi árangur.

Þráinn Hafsteinsson og Margrét Héðinsdóttir hlutu heiðursviðurkenningar frá Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) og Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson voru útnefnd frjálsíþróttakona og frjálsíþróttakarl ársins.

Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra og fyrrum spretthlaupari úr Ármanni kom á hátíðina, hélt stutta ræðu og veitti viðurkenningar.

Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Hér má sjá lista yfir þær viðurkenningar sem voru veittar.

Við þökkum öllum sem komu á hátíðina og gerðu hana eftirminnilega.

Lilja afhendir Hópi ársins 2017 (keppendur á EM U23 ára) verðlaunagripinn.

Karlalið ársins: 4x100m boðhlaupssveit Íslands

Kvennalið ársins: 4x100m boðhlaupssveit Íslands