Aníta og Hilmar Örn fá styrk vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020

Árið er 1996. Stórmerkilega fyrirbærið Pokemon var kynnt til sögunnar, Bill Clinton var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna og kindin Dolly var klónuð fyrst allra spendýra. Oprah Winfrey stofnaði sinn fræga bókaklúbb, í Japan komu DVD diskarnar út í fyrsta skipti og síðast en ekki síst þá fæddust þau Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson.

Nú er árið 2018 og liðin eru 22 ár. Í gær var tilkynnt um styrki til átta íþróttamanna vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna í Tókýó 2020. Þar á meðal var frjálsíþróttafólkið Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson.

Aníta Hinriksdóttir er meðal fremstu millivegalengda hlaupara heims. Hún keppti á Ólympíuleikunum í Rio árið 2016 þar sem hún setti Íslandsmetið í 800 metra hlaupi kvenna. Sumarið 2013 varð hún var einnig fyrsta manneskjan til þess að vinna gull á bæði heimsmeistarmóti og evrópumeistaramóti unglinga í frjálsum íþróttum.

Hilmar Örn Jónsson er sleggjukastari og Íslandsmethafi í 16-17, 18-19 og 20-22 ára. Hann hefur keppt á evrópu og heimsmeistaramóti unglinga og nú síðast á heimsmeistaramóti fullorðna í London árið 2017. Hilmar stundar nám í Bandaríkjunum ásamt því að æfa og keppa fyrir hönd skólans. Þjálfarinn hans úti er króatíski methafinn í kringlukasti og keppti sjálfur á tvennum Ólympíuleikum. Hilmar segir að í skólanum fái hann góðan undirbúning fyrir Ólympíuleikana. Öll aðstaða sé mjög góð og gott aðgengi að sjúkraþjálfurum og læknum. Einnig segir hann að dvölin í Bandaríkjunum sé góð til þess að brúa bilið frá því að vera junior og yfir í það að keppa meðal þeirra bestu í heiminum. Mótin sem hann keppir á eru mjög sterk og þar séu margir góðir kastarar. En það sem skiptir líka miklu máli sé tengslamyndunin. Hann hefur kynnst mörgum góðum þjálfurum og sleggjukösturum. Það hefur hann getað nýtt sér þegar hann fór í æfingabúðir til Ungverjalands og æfði þar á meðal annars með Ólympíumeistaranum í sleggjukasti. Einnig stefnir hann á frekari æfingabúðir þegar hann lýkur náminu. Þessi styrkur muni því nýtast vel til þess að fara í fleiri æfingabúðir og keppnisferðir.

Hér heima er hans helsta bakland Eggert Bogason kastþjálfari í FH, Guðmundur Karlsson framkvæmdarstjóri FRÍ og faðir hans Jón Sigurjónsson. Hilmar lýkur bachelor námi í lok árs 2019. Þá tekur við stífur undirbúningur fyrir Ólympíuleikana sem verða í lok júlí og byrjun ágúst 2018. Hilmar mun mjög líklegast þurfa að bæta sinn besta árangur til að ná lágmarki og segir hann það muni verða mjög krefjandi að komast í hóp þeirra allra bestu og komast inn á Ólympíuleikana. Einnig segir hann það mikinn heiður að fá þennan styrk þar sem mjög margir góðir íþróttamenn séu á Íslandi sem einnig stefna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020.

Nánari upplýsingar um úthlutunina og myndir má finna hér.