Aníta Norðurlandameistari

Penni

2

min lestur

Deila

Aníta Norðurlandameistari

Aníta Hinriksdóttir (FH) varð í dag Norðurlandameistari í 1500m hlaupi kvenna er hún hljóp á 4:19,14 mín. sem er hennar besti árangur á tímabilinu.

Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) náði lágmarki á HM U20 í 400m hlaupi er hún hljóp á 55,01 sek. sem er einnig hennar besti árangur í greininni. Hún hefur nú þegar náð lágmarki á EM U18 í 200m og 400m hlaupi og er núna með níunda besta tímann í 400m hlaupi frá upphafi, aðeins 17 ára gömul. Eir hafnaði í fjóða sæti í B-úrslitum og ellefta sæti í heildina.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) komst í úrslit í 100m og hljóp undir Íslandsmetinu, sem hann deilir með Ara Braga Kárasyni (10,51 sek.), bæði í undanúrslita- og úrslitahlaupinu en vindurinn var yfir leyfilegum mörkum í báðum hlaupum svo ekki er hægt að staðfesta nýtt Íslandsmet. Undanúrslitahlaupið hljóp hann á 10,48 sek. (+2,9) en úrslitahlaupið hljóp hann á 10,45 sek. (+3,4) og kom fimmti í mark.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) keppti í 100m hlaupi en kláraði því miður ekki þar sem hún tognaði í miðju hlaupi.

Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR) bætti sinn persónulega árangur í 400m grindahlaupi í dag er hún hljóp á 1:00,53 sek. Hún hafnaði í fjórða sæti í B-úrslitum og níunda sæti í heildina.

Í langstökki voru þær Birna Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) og Irma Gunnarsdóttir (FH) að keppa. Birna bætti sinn persónulega árangur er hún stökk 6,21 m. og var í sjötta sæti með stökk upp á 6,23 m. sem var í of miklum vind (+2,9). Irma stökk 5,82 m. og hafnaði í þrettánda sæti.

Hilmar Örn Jónsson (FH) var fjórði í sleggjukasti karla með kast upp á 71,50 m. Hann var númer fjögur í úrslit með kast upp á 71,10 m. en lengsta kast hans kom í fjórðu umferð.

Hera Christensen (FH) var aðeins einu sæti frá úrslitum. Hún kastaði kringlunni 47,83 m. og hafnaði í níunda sæti.

Myndir frá deginum má finna hér.

Úrslit mótsins má finna hér.

Keppnin heldur áfram á morgun og dagskrá Íslenska liðsins er að finna hér:

9:30 I Aníta Hinriksdóttir (FH) I 800m

9:35 I Irma Gunnarsdóttir (FH) I Þrístökk

10:05 I Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) I 100m Grindahlaup undanúrslit

10:25 I Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) I 200m

10:30 I Guðni Valur Guðnason (ÍR) I Kringlukast

10:35 I Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) I 200m

10:40 I Birta María Haraldsdóttir (FH) og Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) I Hástökk

11:10 I Júlía Kristín Jóhannesdóttir (Breiðablik) I 100m Grindahlaup úrslit

11:30 I Daníel Ingi Egilsson (FH) I Langstökk

11:55 I Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) I Kúluvarp

12:05 I Dagbjartur Daði Jónsson (ÍR) og Sindri Hrafn Guðmundsson (FH) I Spjótkast

Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma.

Penni

2

min lestur

Deila

Aníta Norðurlandameistari

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit