Aníta nálægt Íslandsmetinu í Stokkhólmi

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir var á meðal keppenda í 800 m hlaupi á Demantamótinu í Stokkhólmi í dag.

Hún hljóp á tímanum 2:00,06 mínútum, hafnaði í 7. sæti í hlaupinu og var aðeins 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hún setti á miðvikudaginn.

Franc­ine Niyonsaba frá Búrúndí kom fyrst í mark í dag á tím­an­um 1:59,11 mín­út­ur, Lovisa Lindh frá Svíþjóð tók annað sætið á 1:59,41 mínútum og var Svisslendingurinn Selina Büchel var þriðja á tímanum 1:59,66 mínútum.

Vel gert hjá Anítu sem er nú komin ansi nálægt því að brjóta 2 mínútna múrinn.

Hér má sjá myndband af hlaupinu.