Aníta náði HM lágmarkinu

Aníta Hinriksdóttir stóð sig frábærlega á móti í Oordegem í Hollandi síðdegis í dag. Hún varð í 2. sæti á tímanum 2:00.33 mín sem er hennar 2. besti tími frá upphafi utanhúss en hún á best 2:00.14 mín frá því í Ríó 2016.

Shelayna Oscan Clarkee frá Bretlandi sigraði á 2:00.17 mín, Aníta var önnur og Sanne Verstegen þriðja á tímanum 2:00.74 mín. Aníta er núna í 15. sæti á heimslistanum m.v. úrslit helgarinnar.

Þessi árangur er jafnframt lágmark á HM í London en lágmarkið er 2:01.00 mín.

Hér má sjá myndband af hlaupinu í heild sinni.

Við óskum Anítu innilega til hamingju með árangurinn og hlökkum til að sjá hana keppa á HM í London!