Aníta með Íslandsmet í 1500m

Aníta Hinriksdóttir setti í gær glæsilegt Íslandsmet í Hengelo, Holleandi þegar hún hljóp 1500m á 4:06,43 mín. Gamla metið var frá 1987 í eigu Ragnheiðar Ólafsdóttur 4:14,94 mín. Aníta átti best 4:15,14 frá árinu 2014.

Hlaupið var mjög sterkt og náði Sifan Hassan besta tíma ársins í greininni með því að hlaupa á tímanum 3:56,14 mín. Á eftir Anítu komu mjög sterkir hlauparar sem eiga betri tíma en Aníta.

Enn og aftur sýnir Aníta styrk sinn nú þegar líður nær HM í London. Árangurinn er næst besti árangur í 1500m á Norðurlöndum í ár og undir HM lágmarki, en nú þegar hefur Aníta tryggt sér keppnisrétt á leikunum í 800m.

 

Árangur Anítu Hinriksdóttur í dag, 4:06,43 í 1500m hlaupi jafngildir 1154 stigum og er næstbesta íslenska frjálsíþróttaafrek allra tíma í kvennaflokki.

Aðeins met Guðrúnar Arnardóttur í 400m grindahlaupi er betra (54,37 sekúndur og 1192 stig) en 800m met Anítu frá Ólympíuleikunum í Ríó er þarnæst (2:00,14 og 1151 stig).

Hér má sjá úrslit hlaupsins:
1 HASSAN Sifan NED 3:56.14
2 SADO Besu ETH 4:00.98
3 CHEBET Winny KEN 4:01.32
4 WEIGHTMAN Laura GBR 4:01.95
5 JEPKOSGEI Nelly KEN 4:02.75
6 TESHALE Alemaz ETH 4:04.94
7 ABYE Worknesh ETH 4:05.77
8 MCDONALD Sarah GBR 4:05.83
9 COURTNEY Melissa GBR 4:06.00
10 HINRIKSDOTTIR Anita ISL 4:06.43
11 BUCKMAN Zoe AUS 4:07.63
12 VERSTEGEN Sanne NED 4:07.90
13 CHEBET Esther UGA 4:08.24
14 CHELUKE Bone ETH 4:08.64
15 KOSTER Maureen NED 4:09.47
16 KRAUSE Gesa GER 4:10.28
17 VAN ACCOM Sofie BEL 4:14.43