Aníta keppir í Birmingham á sunnudaginn

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir 800 m á sínu þriðja Demantamóti í sumar á sunnudaginn. Mótið sem fer fram í Birmingham í Englandi telur þó ekki til stiga í Demantamótaröðinni, þar sem um aukagrein er að ræða.

Fyrr í sumar keppti Aníta á Demantamótunum í Osló og Stokkhólmi og stóð sig mjög vel á þeim mótum. Hún bætti Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi í Osló þegar hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum og þremur dögum síðar keppti hún á Demantamótinu í Stokkhólmi og hljóp þá á tímanum 2:00,06 mínútum.

Aníta Hinriksdóttir hefur fengið keppnisrétt í 800 m hlaupi á Demantamótinu í frjálsum íþróttum sem verður í Birmingham í Englandi á sunnudag. 800 m hlaup kvenna í Birmingham telur þó ekki til stiga á Demantamótaröðinni, heldur er um aukagrein að ræða á mótinu.

Aníta á sjöunda besta tímann af þeim ellefu hlaupakonum sem skráðar eru til leiks. Hinar hlaupakonurnar sex sem eiga hraðari tíma en Aníta eiga allar tíma undir tveimur mínútum.