Aníta keppir á Demantamótinu í Stokkhólmi á morgun

Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda á Demantamótinu sem fer fram í Stokkhólmi, Svíþjóð á morgun.

Hlaupið er mjög sterkt og eru margar af fremstu 800m hlaupurum heims skráðar til leiks. Meðal helstu keppenda má nefna Francine Niyonsaba sem hljóp á 1:58,18 mín í fyrradag. Lovisa Lindh, Selina Büchel og Melissa Bishop hafa einnig hlaupið vel undir tveimur mínútunum í ár. Verður mjög spennandi að fylgjast með frammistöðu Anítu en hún bætti Íslandsmetið 800m(2:00,05) og 1500m(4:06,43) nú á dögunum og er því í miklum bætingaham þessa dagana.

Hér má sjá tímaseðil mótsins en þar munu úrslit birtast jafnóðum.

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar Anítu góðs gengis á morgun!