Aníta keppir á Demantamótinu í Osló annað kvöld

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir í 800 m hlaupi á Demantamótinu í Osló, Noregi annað kvöld (Bislett leikarnir). Aníta, sem setti Íslandsmet í 1500 m hlaupi á sunnudaginn, er í feiknar góðu formi og verður mjög spennandi að fylgjast með henni á mótinu. Tólf keppendur eru skráðir til leiks og er ljóst að um gríðarlega sterkt hlaup er að ræða. Hlaupakonurnar sem hrepptu þrjú efstu sætin á Ólympíuleikunum í Ríó eru skráðar til leiks en það eru þær Caster Semenya, Francine Niyonsaba og Margaret Nyairera Wambui.

Þess má geta að hlaupakonan Agnes Erlingsdóttir keppir einnig í 800 m hlaupi á mótinu. Agnes, sem býr út í Noregi, mun þar etja kappi við norska og danska hlaupara.

Linkur á heimasíðu mótsins: https://oslo.diamondleague.com/en/home/

Við óskum Anítu og Agnesi góðs gengið á morgun!