Aníta Hinriksdóttir vinnur silfur á EM 20-22 ára!

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð rétt í þessu í öðru sæti á EM 20-22 ára þegar hún kom í mark á tímanum 2:05.02mín. Renée Eykens frá Belgíu varð Evrópumeistari í taktísku hlaupi á tímanum 2:04.73 mín. en hún hljóp í skugganum af Anítu allt þar til í blálokin.

Þetta er einfaldlega magnaður árangur á þessu risastóra sviði frjálsíþrótta.

Til hamingju frábært teymi Anítu.

TIL HAMINGJU ANÍTA!!!

TIL HAMINGJU ÍSLAND!!!!