Aníta fjórða í sínum riðli á HM í London

Hlaupa­kon­an Aníta Hinriks­dótt­ir ÍR keppti í gærkvöldi í undanrásum í 800 m hlaupi kvenna á Heimsmeistaramótinu í London.

Hún kom í mark á tímanum 2:03,45 mínútum og hafnaði í 4. sæti í sínum riðli og í 37. sæti af 45 keppendum í heildina. Char­lene Lips­ey frá Banda­ríkj­un­um, Hedda Hynne frá Nor­egi og Docus Ajok frá Úganda náðu þrem­ur efstu sæt­un­um í hennar riðli. Aníta leit mjög vel út allt hlaupið og var ansi nálægt þriðja sætinu eða 47/100 úr sek­únd­u.

Aníta hefur verið að hlaupa mjög vel í sumar og náði hún sínum besta tíma í 800 m hlaupi á Bislet leikunum í Osló í júní sl. er hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum og bætti um leið Íslandsmet sitt í greininni.

Við óskum Anítu til hamingju með árangurinn.