Í dag fór fram Meistaramót Íslands í 5km hlaupi í Reykjavík, samhliða Víðavangshlaupi ÍR. Um 500 keppendur voru skráðir í hlaupið.
Í kvennaflokki var það Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sem sigraði í kvennaflokki á tímanum 16:39 mín. sem er annar besti tími kvenna frá upphafi. Sjálf á hún Íslandsmetið og setti hún það í fyrra, 16,27 mín. Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir (FH) á tímanum 17:29 mín. Í þriðja sæti var Embla Margrét Hreimsdóttir (FH) á tímanum 17:36 mín.
Það var Þorsteinn Roy Jóhannsson (FH) sem sigraði karlaflokkinn á tímanum 15:24 mín. Búi Steinn Kárason (FH) var í öðru sæti á tímanum 15:41 mín. Í þriðja sæti var Logi Ingimarsson (ÍR) á tímanum 15:46 mín.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
Þetta hlaup er FRÍ vottað. Hægt er að lesa nánar um FRÍ vottuð hlaup hér.
