Andrea og Þórólfur Íslandsmeistarar í 5000m og 10 000m

Samhliða Vormóti Fjölnis í gærkvöldi fór Meistaramót Íslands í 5000m hlaupi kvenna og 10 000m hlaupi karla á braut fram í þokkalegum aðstæðum í Laugardalnum.

 

Íslandsmeistarar 2018 eru þau Andrea Kolbeinsdóttir ÍR sem kom í mark á 17:13,01 mín í 5000m hlaupinu og Þórólfur Ingi Þórsson ÍR sem kom í mark á 33:22,69 mín í 10 000m hlaupi karla. Þau náðu bæði sínum besta tíma frá upphafi.

Andrea er hér í miðjunni á myndinni eftir keppni á HM fyrr í vor.

 

Öll úrslit má finna hér

Innilega til hamingju Andrea og Þórólfur!