Í dag fór fram Meistaramót Íslands í 5km hlaupi í Reykjavík, samhliða Víðavangshlaupi ÍR. Um 500 keppendur tóku þátt í hlaupinu.
Í kvennaflokki var það Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sem sigraði í kvennaflokki á tímanum 16:27mín . Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir (FH) á tímanum 17:26 mín. Í þriðja sæti var Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) á tímanum 17:39 mín.
Það var Hlynur Andrésson (ÍR) sem sigraði karlaflokki á tímanum 14:52. Jökull Bjarkason (ÍR) var í öðru sæti á tímanum 15:44 mín. Í þriðja sæti var Hlynur Ólason (FH) á tímanum 16:12 mín.
Heildarúrslit hlaupsins má finna hér.