Í kvöld fór fram Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi samhliða Ármannshlaupinu. Það var Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sem kom fyrst í mark í 10 km götuhlaupi kvenna. Hún kom í mark á tímanum 35:00. Í öðru sæti var Sigþóra Brynjarsdóttir (UFA) á tímanum 36:48 og Íris Anna Skúladóttir (FH) í því þriðja á tímanum 36:48.
Í 10 km götuhlaupi karla var það Arnar Pétursson (Breiðablik) sem kom fyrstur í mark á tímanum 31:40. í öðru sæti var Guðmundur Daði Guðlaugsson (FH) á tímanum 34:07 og í þriðja sæti var Adrian Graczyk á tímanum 34:35.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.